Leita í fréttum mbl.is

Hættur í stjórn Súgfirðingafélagsins

Ég tók þá mikilvægu ákvörðun nýverið að segja mig úr stjórn Súgfirðingafélagsins í Reykjavík. Í Sudureyristjórninni er gott fólk sem var gaman að vinna með. Ástæðan fyrir úrsögn minni er sú að það er ákveðin hópur í félaginu sem gerir lítið annað en að vinna gegn jákvæðum hugmyndum fyrir félagsmenn sem og persónuleg gagnrýni á störf mín sem ritstjóra heimasíðu félagsins sem ég hef reynt að sinna eftir minni bestu getu og tíma sl árin. Það virðist vera ákveðin fjölskylda sem heggur sífellt í sama farið og á endanum hrökklast fólk í burtu og er það miður.

Átthagafélagið okkar er klofið og það hefur verið erfitt hlutskipti stjórnar að reyna að slíðra sverðin. Að rembast eins og rjúpa við staurinn við að halda fasteign félagsins á Suðureyri er óskiljanleg vindmillubarátta. Fátækt átthagafélag sem skuldar nokkrar milljónir í húsnæðinu hefur nú látið gera faglega úttekt á öllu húsinu hvað varðar viðhald til framtíðar og skýrslan liggur nú fyrir. Niðurstaðan er að heildarkostnaðurinn er í kringum 16.000.000 kr og væntanlega þarf þá félagið að greiða helminginn af þeirri upphæð til viðhalds. Eftir stendur að félagið þarf að standa undir 10-12 milljóna króna skuldbindingu sem hver heilvita maður sér að fátækt átthagafélag mun aldrei klára. Þarna er greinilega verið að berja hausnum við steininn.

Í staðinn fyrir að byggja undir félagsstarfsemina og efla það með nýliðun unga fólksins, þá kemur klofningsfjölskyldan enn og aftur og ruggar bátnum hressilega. Ég tel að ef ástandið í Súgfirðingafélaginu lagist ekki á næstunni, að þá sé tími til kominn, að þeir sem hafa áhuga á að efla uppbyggingu þeirra miklu og góðu tengsla til Súgandafjarðar, að stofna nýtt félag þar sem mun ríkja gleði og metnaður til framtíðar. Súgfirðingar hafa alla tíð verið samstíga og samheldnin hefur verið einstök. Það er sorglegt til þess að vita að klofningurinn í félaginu er byrjaður að segja til sín. Ég held að þetta snobbaða yfirstéttafólk ætti að skammast sín og reyna að þroskast í jákvæða átt. Ég segi nú ekki meira.

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva ! þetta er ekki gott að heyra. Okkar litla félag þarf á samstilltum kröftum að halda. Það má ekki verða tilefni til átaka og sundrungar. Þetta dæmi eins og þú setur það upp, er alveg glórulaust. Félagið getur gert aðra uppbyggilega hluti enn þann að vera í samkeppni við þá gistingu sem í boði er á Suðureyri. 16,000,000 kr !! andskotans vitleysa er þetta.

Fyrir þann pening sem fer í þessa vitleysu væri nær t.d. að kaupa afslátt hjá VEG-Gistingu fyrir félagsmenn.

Vei þeim sem hrekja góða menn úr smáu átthagafélagi, hvernig dettur mönnum í hug að gera þennan vettfang að vígvelli. Það fólk ætti skammast sín.

Baráttukveðjur, Ellert.

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:04

2 identicon

Ég er sorgmæddur yfir þessu, þar misti félagið góðan og duglegan mann sem hefur glatt okkur félagsmenn mikið með frábærum fréttskrifum að vestan og hreint synd að hluti félagsmanna skuli ekki geta séð skógin fyrir trjám og að þessi steinkumbaldi skuli vera að sliga félagið og draga allan mátt úr því.

Róbert þú ROKKAR FEITT.

Björn úr yfirstétt.

Björn (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband