Leita í fréttum mbl.is

Berglind mín er 23 ára

Berglind dóttir mín varð 23 ára í gærdag þann 5. október. Frábær og lífsglöð stelpa sem hefur góðaberglind_1000 nærveru og þægilegt viðmót, alltaf frískleg og brosandi. Þegar Berglind kemur í heimsókn, þá kemur einhver ferskur andi með henni. Ég gleymi því aldrei þegar hún kom í heiminn Þessi elskulega dóttir sem er mér allt. Hún var alltaf prúð og stillt á æskuárum og aldrei nein vandærði með hana. Hún er dugleg að hlusta á vini sína og ber mikla virðingu fyrir fólki. Þess vegna er hún svona sérstök og vinsæl á meðal vina og ættingja. Fallegra brosið hennar er sjaldfundið og grænu augun hennar eru án efa þau fallegustu sem ég hef séð.

Berglind er bara svona náttúrulega skemmtileg stelpa sem reynir ávalt að gefa meira af sér en hún þiggur. Hún er mikill dýravinur og elskar hundana sína. Nýr hundur var að bætast á heimilið og heitir hún Día og er af collie kyni. Það var sorglegt þegar hún missti Tuma, hundinn sinn fyrir ca 1-2 árum síðan en þau voru miklir vinir. Síðan þá hafa bæst tveir hundar í líf hennar sem ég veit að hún hefur gaman af. Berglind er stóra systir fjögurra bræðra sem hún á en þeir eru Arnór, Bjarmi, Breki og Róbert jr. Allir elska þeir Berglindi, enda ekki hægt annað Smile

Til hamingju með afmælið elsku dóttir góð. Læt hér fylgja fallegt ljóð eftir Elvu Dögg Björnsdóttur en ég breytti viljandi textanum með tilvísun í augnalitinn þinn:

Saklausu grænu augun
glitra líkt sem stjörnuhaf.
Með fallega ljósa lokka
mjúkt sem silki.
Yndisblær í röddu
sem ylur mitt hjarta.
Dóttir mín fagra
sem gerir hvern dag bjartann


Með ástarkveðju frá pabba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndisleg hún dóttir þín, innilega til hamingju með Berglindi þína.

Bestu kveðjur til allra héðan af Skaganum.

Anna Bja (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Takk fyrir þetta stelpur mínar. Það er dýrmætasta í öllum heiminum að eiga góð börn.

Ps. munið að mæta á auglýstan félagsfund annað kvöld í Smáraskóla og svo er Kirkjukaffið nk sunnudag.

KV

Róbert

Róbert Guðmundur Schmidt, 7.10.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband