Leita í fréttum mbl.is

Mikil eftirsjá af Brúarskála

Þegar ég sá að verið var að rífa Brúarskála fyrr í haust, þá fékk ég verk í hjartað mitt og varð dapurBruarskalinn um stund. Brúarskálinn hefur staðið af sér margan storminn í gegnum árin og þjónustað svanga ferðalanga með sinni persónulegu og góðu þjónustu. Það er því mikil eftirsjá af Brúarskálanum. Þarna kom maður við á haustin þegar gæsaveiðin var byrjuð, tók olíu og pantaði lambakótelettur og alvöru íslenska kjötsúpu. Starfsfólkið kom úr sveitinni og heilsaði alltaf með alúð og brosi. Maður stóð stundum lengi fyrir framan stóra landakortið og rýndi í örnefnin og staðina þarna í kring. Það var alltaf gott að koma í Brúarskálann því mér fannst þjónustan þar betri og verðið betra en í Staðarskála. Sá skáli hefur líka þjónað Íslendingum frá því 1960 en hefur fengið á sig "okurbúllu-nafngift" margra, þannig að ég sé ekkert eftir Staðarskálanum.

Nýr og nútímalegur Staðarskáli hefur nú risið miðja vegu í botni Hrútafjarðar og verður opnaður í næstu viku. Vissulega mun ég versla þar (og get ekki annað) en ég vona svo heitt og innilega að eitthvað af íbúum Hrútafjarðar og nágrennis fái störf þar til að skapa gott andrúmsloft á staðnum og hlýlegt viðmót. Það hefði verið snilldarhugmynd N1's að setja a.m.k. einn hlut frá Brúarskála og Staðarskála í nýja skálann sem virðingu við þessar byggingar sem fólkið í landinu hélt uppi í tugi ára. En eflaust verður þetta allt saman eins og úr Ikea-bæklingi, allt sterilæsað og ópersónulegt. En ég reikna nú með að þarna verði mikið stoppað og ég óttast að skálinn sé of lítill til að þjónusta alla þessa ferðalanga. Maður er stundum svartsýnn þegar maður er dapur en við skulum vona að maður jafni sig á þeirri óþægilegu staðreynd að Brúarskáli sé nú horfinn úr Hrútafirði.

Myndina af Brúarskálanum tók Guðmundur Albertsson.

Kveðja

Róbert 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Róbert. Þakka þér þessa góðu grein sem þú skrifar um Brúarskála, þetta er búið að vera minn vinnustaður í um 20 ár og vildi maður að allt gengi sem best og allir færu ánægðir þaðan.Með bestu kveðju Rósa Kolbeinsá

Rósa (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband