Leita í fréttum mbl.is

Fjör í réttunum í Hrútafirði

Ég ákvað að skella mér í réttir á Hvalsá um helgina þar sem Hrútfirðingar halda í hefðina og smala fé af fjalli og niður í nýja rétt sem var endur-smíðuð í fyrra. Veðrið var mjög leiðinlegt, suðaustan 37rigning og rok með hagléljum í bland og greina mátti snjó í efstu fjallstoppum. Það var því erfitt hlutskipti gangnamanna á fjalli að reka féð í slíku veðri. En þeir voru vel búnir og fóru ýmist á hestum, fjórhjólum og á tveimur jafnfljótum rólega en örugglega yfir. Mikill mannfjöldi beið við réttina eftir gangnamönnum og fénu sem skilaði sér á endanum niður í hólfið. Í réttarkofanum voru borðin hlaðin kökum og kræsingum sem konurnar höfðu bakað í tilefni dagsins. Það voru þreyttir og blautir smalamenn sem settust við borðin og hlóðu í sig næringu og heitt kaffi eftir amstur dagsins. 78

Eftir kaffið var farið út í réttina og dregið í hólfin. Börnin hlupu þar um og kepptust við að draga. Þarna heilsuðust margir sem rifjuðu upp gömul kynni. Ef veðrið hefði ekki verið svona blautt, þá hefði stemningin verið skemmtilegri en það má alltaf búast við suðaustan leiðindum á þessum árstíma. Ég setti 90 myndir í sérstakt myndaalbúm merkt Hvalsárréttir 2008 í myndasafninu á forsíðunni. Njótið vel Wink

Efsta mynd: Hannes Hilmarsson 68bóndi á Kolbeinsá heilsar skólabróður sínum frá Reykjum, Magnúsi Hinrikssyni.
Miðjumynd: Berglind dóttir mín með lamb í Hvalsárrétt.
Neðsta mynd: Séð yfir Hvalsárréttina þar sem fénu er smalað inn.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög skemmtilegar myndir sem þú tókst í réttunum. Gaman að fá að skoða þær hér.

Mbk,

Þórdís Edda Guðjónsdóttir frá Valdasteinsstöðum, Hrútafirði

Þórdís Edda Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Takk fyrir það Þórdís,

Ég kíkti áðan á teljaran og sá að um 260 manns hafa kíkt á síðuna í dag og 12.300 flettingar sem verður að teljast óvenju gott. En ég vona að allir Hrútfirðingar og aðrir sem þarna voru séu sáttir við þetta innlegg mitt! Strandir.is er greinilega vinsæl síða. verst að ég þekki ekki nema brotabrot af þessu fólki sem er á myndunum. Ég reyni að mæta aftur í þessar réttir að ári.

Róbert

Róbert Guðmundur Schmidt, 23.9.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband