Leita í fréttum mbl.is

Mammamia

Jæja, ég skellti mér á söngleikinn Mammamia í Smárabíó í vikunni og skemmti mér vel. Abba var vinsæll söngflokkur á mínum uppvaxtarárum og þær stöllur Agnetha og Anni Frid voru fallegustu konur í veröldinni sem allir stráksaular voru skotnir í en engin mátti vita af því. En aftur að myndinni. Ég hafði ekki mikið spáð í söngleiknum og hélt að þetta væri bara bíómynd með Abba-lögum í bakgrunn en, nei, aldeilis ekki. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ungstirnið hóf raust sína í fyrsta lagi myndarinnar. Það var ekki aftur snúið með það, svo ég sló taktinn með hægri fætinum í klístrað bíógólfið.120884661_5_Mnms

90% bíógesta voru kvenkyns en mér var alveg sama. Lögin voru góð og rifjuðu upp góða tíma í huganum. Meryl gamla Streep átti stórleik og ótrúlegt hvað konan var létt á fæti, rétt eins og tvítug sveitastelpa í heyskap hoppaði hún um og ótrúlegt að konan sé komin á sextugsaldurinn (ef það er rétt). James Bond fékk mig til að skellihlæja þegar hann hóf raust sína með hálf kraftlausum söng en þetta átti að vera skemmtun og sú tilraun tókst í alla stað vel. Gömlu vinkonurnar voru hrikalega fyndnar og gerðu óspart grín af sjálfum sér. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman af músík og fjöri. Hefði ekkert á móti því að skella mér í Háskólabíó þar sem vel er tekið á því í kvöld en kannski seinna.

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta er sko skemmtileg mynd. Búin að sjá hana 2x.

Strákum þykir jafnskemmtilegt að horfa og hlusta á lög ABBA, þess vegna, koma strákar - skella sér á myndina og skemmta sér.

Fannst Meryl Streep alveg frábær í myndinni og vinkonur hennar einnig. Heyrði þá sögu að hann James Bond - Bronson hefði tekið hlutverkið af því að hann hafi alltaf langað svo að leika á móti Meryl Streep.  Kennski ekki sá besti söngur í myndinni hjá honum en þetta var allt svo gaman.

Endilega skella sér á myndina, ég á diskinn og hlust mikið á þessa musik

Kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband