Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur að baki

Vaknaði kl 06.30 í morgun og dreif mig niður á höfn í þessu fína veðri. Hitti Svíana í bátunum semRobert voru klárir í slaginn. Svo kom ónefndur heimamaður vel við skál á flotbryggjuna og bað mig um að redda sér nokkrum bjórum því hann hafði eignast stúlkubarn kvöldið áður og konan sín væri á sjúkrahúsinu. Dálítið skondið svona í morgunsárið en ég bjargaði nýkrýnda pabbanum um nokkra öllara svo ég losnaði við hann. Sá fór sáttur með bjórinn heim. En áfram leið morguninn og ég brunaði út með feðgum sem heita Klaus og Johann. Við fórum vítt og breitt um miðin en lítið var af vænum þorski þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.

Undir hádegi rambaði ég loksins á góðan blett og dró 15 kg þorsk sem tók vel í hendurnar. Feðgarnir fengu líka fína þorska eða frá 10-12 kg fiska. ÞarnaKlaus vorum við í rúma tvo tíma og fengum 15 þorska á bilinu 10-15 kg og voru þeir mjög sáttir við aflann enda sá besti sl þrjá daga af sjö hópum á Suðureyri. Veður var ásættanlegt þrátt fyrir smá kaldaskít síðdegis. Og það er alltaf jafnfallegt að sigla inn lygnan Súgandafjörðinn í lok dagsins. Fékk mér einn ískaldann bjór þegar heim var komið og í gríni skálaði ég út í loftið fyrir litlu dömunni sem fæddist kvöldið áður og líklega væri pabbinn nokkuð timbraður í dag en það er allt önnur Ella.Johann

Læt hér fylgja þrjár myndir frá deginum í dag.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband