Leita í fréttum mbl.is

Með börnin í bleikjuveiði

Í síðustu viku skrapp ég með börnin mín þrjú, Berglindi (22), Arnór (16) og Róbert jr (9) í Dýrafjörðinn á bæinn Bakka sem selur veiðileyfi í tvær tjarnir á svæðinu en þar eru ansi margar bleikjur sem rífa vel í. Ég hafði ákveðið að fara með þau og leyfa þeim að prófa að veiða fisk á flugu. Minn sagði á bakkanum ; "jæja, nú kasta ég út í vatnið og svo þegar ...og um leið beit ein 4 punda bleikja á með þvílíkum látum að Loop stöngin mín nr 2 kengbognaði niður í kork og svo dúndraðist línan út af hjólinu. Aldeilis sýnikennsla það. En svo fengu allir að prófa og allir fengu væna bleikju sem var markmiðið. Sæja átti erfitt með að fá þær til að taka en að endingu náði hún einni 3 punda en Arnór fékk stærstu bleikjuna sem var rúm 4 pund. Læt fylgja með nokkrar myndir sem voru teknar í ferðinni. Þrátt fyrir smá vætu fóru allir glaðir heim og reynslunni ríkari. Sjá fleiri myndir inni í Myndasafninu undir Veiði.

Bleikjuveidi

Kveðja

Róbert

Arnor med bleikju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband