Leita í fréttum mbl.is

Krúttlegir kettlingar

Á mánudaginn sl vorum viđ viđstödd ţegar kötturinn Tásla gaut fimm kettlingum á bađherbergisgólfiđ hjá Ingu (mágkona mín), Nonna og börnum hér í Kópavogi. Mikil eftirvćnting var á međal fjölskyldunnar eftir ađ Tásla kćmi međ fyrstu kettlingana sína og ţađ var sérlega gaman ađ sjá ţá koma í heiminn einn af öđrum. Nokkrum dögum síđar kíktum viđ aftur í heimsókn en ţá var Tásla búinn ađ finna sér og kettlingunum góđan stađ í fataherbergi á efri hćđinni og unir sér vel ţar. Arnór og Róbert jr voru mjög hrifnir af litlu sćtu kettlingunum og Arnór hringdi strax í móđur sína og reyndi ađ kremja útúr henni jáyrđi fyrir einni sćtri krúsidúllu en fyrir á hann köttinn Simba en móđir hans, Kókó, dó fyrir nokkrum árum 12 ára gömul. Arnór náđi ekki ađ fá jáyrđi í ţetta sinn en kannski kemur ţađ seinna.

Birna María, prinsessan á heimili Táslu, var búin ađ nefna einn kettling Tásu sem er dökkur ađ lit en ţeir eru ţrír ţannig og tveir rauđleitir (Eins og kötturinn Grettir). Ég fékk Birnu til ađ halda á öllum kettlingunum en ţá varđ ađ rađa ţeim ofan á hvern annan eins og sést á myndinni. Ţađ verđur gaman ađ sjá litlu greyin vaxa á nćstu vikum og mánuđum en víst er ađ flestir verđa gefnir á góđ heimili. Fyrstu tvćr vikurnar eru kettlingarnir blindir en svo fara ţeir á stjá um leiđ og sjónin kemur.

Látum myndirnar tala sínu máli. Krúttlegir kettlingar Tounge

Birna María
 Kettlingar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerđur

Mikiđ eru ţeir krúttlegir, vćri alveg til í einn, en ţađ má víst ekki hér í mínu húsi.

Ásgerđur , 15.3.2008 kl. 09:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband