Leita í fréttum mbl.is

Bræður berjast

Það er ein saga  sem hefur fylgt okkur Reyni bróðir frá unga aldri. Mamma hefur svo oft sagt okkur frá þessari sögu að hún fer nú á milli barnanna okkar og mörgum er skemmt yfir henni. Hún er reyndar ekki löng en dálítið sérstök. Hér á eftir ætla ég að reyna að rifja hana upp.

Ég er fæddur í apríl 1965  en Reynir ári síðar. Líklega hef ég verið 2ja ára gamall þegar komið er við sögu. Vinkonur mömmu, sem kíktu í kaffi, voru sífellt að knúsa litla bróður minn hann Reyni sem lá í Reynir & Robertrimlarúminu sínu og brosti blítt. Oh, hann er svo sætur og sætur...krúttípúttý....sögðu þær allar í kór. En það fór víst eitthvað í taugarnar á litla sköllótta 2ja ára Róberti stóra bróðir sem fann fyrir afbrýðisemi. Og einn daginn þegar honum var nóg boðið og fannst verulega að sér vegið, sótti litli stubburinn buffhamar í eldhússkúffuna úr hörðum málmi og dró á eftir sér hjólbeinóttur rakleiðis að rimlarúmi litla bróður. Reisti buffhamarinn á loft og ...bang...! Skerandi öskur hristi rimlarúmið og það sást ofaní kok á Reyni þar sem hann orgaði eins og stungin grís. Fjólublátt og ferkantað far mátti sjá í enni Reynis eftir buffhamarinn. Þarna stóð ég eins og mannófreskjan úr Omen og sagði;  “þú ert ljótur”

Veit ekki hvort Reynir  sé búinn að fyrirgefa mér þessa tilefnislausu árás úr launsátri í bræðikasti mínu, aðeins 2ja ára. Eða öllum hinum “hernaðinum” sem ég beitti öllum stundum! En það er af nógu að taka. Reynir og Robert 1971Við vorum líklega erfiðir drengir heimafyrir á sínum tíma. Ég man eitt sinn eftir atviki þegar ég var að stríða Reyni þegar hann var að naga epli ca 7 ára gamall. Skapið hans brast á endanum. Hann tók stóran bita af eplinu áður en hann lét það vaða í áttina að mér þar sem ég stóð fyrir framan hansahillurnar heima með öllum flug- og skipamódelunum sem ég hafði legið yfir svo vikum skipti. Eplið þaut með ógnarhraða. Höfuð mitt kipptist til hliðar og eplið hafnaði beint í einni hansahillunni svo herskip og orrustuflugvélar tvístruðust um allt herbergi. Þvílíkt tundurskeyti frá litla bróður!

Efri mynd; Reynir er til vinstri á myndinni og ég til hægri. Myndin var tekin á síðasta ári eða rúmum 40 árum eftir buffhamarinn.

Neðri mynd; Reynir tv og ég th. Myndin er tekin 1971 en þá erum við 5 og 6 ára gamlir.

Meira síðar Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband