Leifi Noggi eða Þorleifur Guðnason, kenndur við Norðureyri í Súgandafirði, var mikill karakter. Allir voru vinir Leifa og hann haltraði um þorpið og heilsaði. Heimsótti gjarnan beitingaskúrana, tyllti sér á stól og fékk sér í nefið og bauð öðrum sem vildu. Norðureyrarjarlinn féll frá á síðasta ári 2007, kominn á níræðisaldurinn. Leifi mun aldrei gleymast á meðal Súgfirðinga. Myndina teiknaði ég þegar Leifi var að smíða hákarlakassa í úlpunni sinni og með prjónahúfuna sína.
Ljósmyndari: Teikning: Róbert Schmidt | Bætt í albúm: 8.2.2008
Athugasemdir
Það er alveg ótrúlegt að þetta sé teiknuð mynd... Maður getur horft á þessa mynd og undrast lengi!
Algjör snillingur þú ert bróðir :)
Andrés Junior (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:04