Leita í fréttum mbl.is

Sumarvertíðin senn á enda

Sumarið hefur liðið ótrúlega hratt hér vestra en ég hef verið á Suðureyri frá því um páska við störf Robbi 23 kghjá Hvíldarkletti og er þetta annað sumarið í röð sem ég fæst við sjóstangaveiðibransann. Nú er aðeins hálfur mánuður eftir þar til ég pakka saman og rúlla suður í Kópavoginn. Ég hefði að sjálfsögðu viljað vera lengur en það var einfaldlega ekki í boði á sínum tíma en þess má geta að talsvert af veiðimönnum verða hér í ágústmánuði og eitthvað fram í september.

Ég fer í ævintýraferð til A-Grænlands þann 12. ágúst nk með fimm eldhressum Skagfirðingum en fyrirhugað er að róa á sjókajökum með vistir og búnað í 8 daga um óbyggðir og ís. Markmiðið er að róa í kringum R6Tasilaq eyju með viðkomu í Tini, sem er eina veiðimannasamfélagið sem ég hef ekki komið til á þessu svæði sl árin í mínum kajakferðum þar. Lítill ís er um þessar mundir en nýverið var felldur hvítabjörn við Tini en eins og áður sagði, þá eru fimm Skagfirðingar með í för og þá hefur maður litlar áhyggjur af því.

Það hefur verið ansi gestkvæmt hjá mér í sumar og varla liðið vika að einhver hafi ekki litið hér við eða gist. Sæluhelgin var frábær enda með góða gesti í heimsókn þá. Veðrið lék við okkur allan tímann, sól og smá gola.

Talsverðar breytingar hafa verið á fyrirtækinu en því var nýlega skipt upp, þannig að fyrrum framkvæmdastjóri tók við gistiheimilinu, veitingahúsinu Talisman og N1 söluskálanum. Hvíldarklettur rekur áfram sjóstangaveiðibátana og þau hús sem þeim fylgir. Þessar breytingar hafa vissulega haft áhrif á margt og marga sem starfa í og við fyrirtækið. Vonandi batnar ástandið þegar fram í sækir en mörg fyrirtæki í landinu róa nú lífróður í gegnum efnahagsástandið sem óneytanlega minnir á sig daglega með gjaldþrotum og lokunum fyrirtækja. Starfið mitt hjá Hvíldarkletti til framtíðar er því algerlega óljóst enda um að ræða eins konar vertíðarstarf sem bundið er við 3-4 mánuði á ári. Vera mín hér hefur verið mjög lærdómsrík og gefandi. Það býr gott fólk í Súgandafirði og staðurinn stendur alltaf fyrir sínu. Hér hefur verið lyft Grettistaki í húsaviðgerðum í sumar sem er mjög virðingarvert svo ekki sé meira sagt. Líklega sér fólk kostina í þeirri staðreynd að það er gott að búa úti á landi, sérstaklega á stöðum þar sem atvinnuástandið er stöðugt og mannlíf í blóma.

Haustið er því óráðið með atvinnu en maður heldur bara áfram að leita eins og svo margir þurfa að gera. Ástandið er reyndar mun erfiðara en t.d. á sama tíma og í fyrra en lífið heldur áfram og öll finnum við einhvern farveg í gegnum þessa erfiðleika og verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Best væri náttúrulega að fara í framleiðslu á Sultarólum og selja þær á sanngjörnu verði :)

Meira síðar áður en ég pakka saman.

Kveðja að vestan

Róbert Schmidt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband